Hljómsveit Sveins Ingasonar (1968)

Hljómsveit Sveins Ingasonar á Sauðárkróki starfaði í nokkra mánuði að minnsta kosti, árið 1968 en Sveinn var þá um tvítugt. Sjálfur lék Sveinn Ingason á gítar í sveitinni (gæti einnig hafa leikið á trompet) en aðrir meðlimir sveitar hans voru Bjarni Jónsson [?], Kristján Þór Hansen trommuleikari, Valgeir Steinn Kárason [?] og gamli reynsluboltinn Haukur…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar (1959-66)

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar var aðal hljómsveit Sauðkrækinga á sjöunda áratug síðustu aldar en hún var eins konar hlekkur á milli H.G. kvartetts Harðar Guðmundssonar og Falcon áður en Geirmundar þáttur Valtýssonar hófst. Sveitin lék á dansleikjum og var fastur liður í Sæluviku Skagfirðinga um árabil. Haukur Þorsteinsson stofnaði sveit sína líklega árið 1958 eða 59…

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [2] (1966-91)

Djasspíanistinn Guðmundur Ingólfsson starfrækti margar hljómsveitir um ævi sína, hann er þekktastur fyrir það sem hefur verið kallað Tríó Guðmundar Ingólfssonar (sjá sér umfjöllun á Glatkistunni) en það eru djasssveitir hans sem störfuðu allt frá því um miðjan sjöunda áratuginn og þar til hann lést 1991. Hér er hins vegar reynt að varpa einhverju ljósi…

Stöff (1969)

Á Sauðárkróki starfandi árið 1969 um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Stöff (Stuff) en hún var að öllum líkindum stofnuð upp úr annarri sveit sem bar nafnið Afturgangan. Meðlimir Stöff voru þeir Hörður G. Ólafsson bassaleikari, Valgeir Kárason gítarleikari og söngvari, Sveinn Ingason gítarleikari, Guðni Friðriksson orgelleikari og Jóhann Friðriksson trommuleikari. Sveitin virðist ekki…

J.J. Quintet (1959-73)

Hljómsveit Jóns Erlings Jónssonar, J.J. Quintet/t (stundum einnig sextett þegar við átti) starfaði í á annan áratug og var meðal fremstu danshljómsveit landsins, m.a. mitt í þeim tónlistarhrærigraut sem sjöundi áratugurinn bauð upp á. Ýmsir söngvarar áttu eftir að koma við sögu sveitarinnar eins og venja var á þessum árum, og var hún iðulega kennd…