Söngvinir [1] (1944-45)

Veturinn 1944-45 starfaði tvöfaldur kvartett í Vestmannaeyjum undir nafninu Söngvinir og setti nokkurn svip á sönglífið í Eyjum. Tildrög þess að Söngvinir voru stofnaðir vorið 1944 voru þau að starfsemi Karlakórs Vestmannaeyja sem hafði verið stofnaður 1941 lá niðri þar sem stjórnandi hans, Helgi Þorláksson hafði flutt úr Eyjum, átta félagar úr kórnum brugðu því…

Fresh [1] (1976-77)

Hljómsveitin Fresh, sem kenndi sig aðallega við fönktónlist, starfaði á árunum 1976 og 77 og var þá nokkuð áberandi í íslensku tónlistarsenunni án þess þó að senda frá sér efni á plötum, sveitin lék töluvert af frumsömdu efni. Sveitin gekk í fyrstu undir nafninu Fress en því var svo breytt í Fresh um sumarið 1976,…

Cabaret (1975-76)

Cabaret (Kabarett) var með allra efnilegustu hljómsveitum í kringum miðjan áttunda áratuginn en sveitin þótti vera nokkuð sér á báti með léttdjassaða sálartónlist með rokkívafi eins og þeir skilgreindu tónlistina sjálfir. Sveitin var stofnuð síðla sumars 1975 og voru meðlimir hennar Sveinn Magnússon bassaleikari og Ingólfur Sigurðsson trommuleikari sem höfðu verið saman í Örnum, Tryggvi…

Torrek (1971-72)

Hljómsveitin Torrek starfaði í um eitt ár 1971 og 72 og lék nær eingöngu á skemmtistöðum borgarinnar, mest í Silfurtunglinu en varð þó svo fræg að vera meðal hljómsveita sem léku á Saltstokk ´71. Sveitin var stofnuð í janúar 1971 og voru í henni frá upphafi Drífa Kristjánsdóttir söngkona (Nútímabörn o.fl.), Þór Sævaldsson gítarleikari (Plantan…