Martröð [1] (1969-70)

Hljómsveitin Martröð úr Reykjavík starfaði fyrir og um 1970 (nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir) og keppti sumarið 1969 í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli án þess að afreka þar nokkuð. Þar hafði sveitin ætlað að skrá sig til leiks undir nafninu Guðspjöll en var hafnað og því notuðu þeir Martraðar-nafnið. Meðlimir sveitarinnar…

Raflost [1] (um 1968)

Hljómsveitin Raflost var skólahljómsveit sem starfaði allavega 1968 – að öllum líkindum í Laugarnesskóla, og mun hafa verið starfandi í a.m.k. tvö ár. Nokkrir síðar þjóðþekktir tónlistarmenn munu hafa verið í þessari hljómsveit, á einhverjum tímapunkti voru í henni þeir Herbert Guðmundsson söngvari, Ævar Kvaran bassaleikari, Áskell Másson trommuleikari, Sverrir Agnarsson gítarleikari og Sigurgeir Arnarson…