Hrím [1] (1967-70)

Siglfirska unglingahljómsveitin Hrím er líklega meðal þekktari sveita meðal heimamanna á Siglufirði þrátt fyrir að sveitin yrði ekki langlíf en hún vann sér það m.a. til frægðar að sigra hljómsveitakeppnina í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1969. Meðal hljómsveitarmeðlima var gítarleikarinn Gestur Guðnason sem átti síðar eftir að vekja töluverða athygli fyrir hæfni sína á hljóðfærið. Hrím…

Sounds (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit nokkurra unglinga á Siglufirði undir nafninu Sounds. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Hjálmar Jónsson harmonikkuleikari og Jónas Halldórsson söngvari. Sveitin gæti að einhverju leyti hafa haft The Shadows að fyrirmynd þar eð flest laganna sem hún lék munu…

Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Max [1] (1968-69)

Hljómsveitin Max starfaði á Siglufirði á árunum 1968 og 69 við nokkrar vinsældir þar fyrir norðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Ægisson gítarleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Rafn Erlendsson söngvari og trommuleikari og Hjálmar Jónsson orgelleikari. Sá síðast taldi staldrað stutt við í sveitinni. Max tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í…