Syndir feðranna [1] (1970-71)

Hljómsveit sem bar nafnið Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði árið 1970 og 71 og var líklega unglingahljómsveit, alltént lék sveitin á unglingadansleikjum í Egilsbúð. Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitarmeðlimi sem og um hljóðfæraskipan sveitarinnar.

Syndir feðranna [2] (1991-92)

Hljómsveitin Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði veturinn 1991-92 og lék þá m.a. á skemmtun á vegum verkmenntaskólans í bænum. Það sama kvöld lék önnur hljómsveit sem skipuð var foreldrum meðlima Synda feðranna og bar sú sveit nafnið Mamas and the papas. Hér er giskað á að meðlimir þeirrar sveitar (eða hluti hennar að minnsta…

Syndir feðranna [3] (2004)

Hljómsveitin Syndir feðranna var líkast til sett saman fyrir eina kvöldstund, afmælishátíð hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum þegar hún fagnaði 40 ára afmæli sínu. Syndir feðranna var skipuð sonum meðlima Loga og kom fram óvænt á tónleikunum, hana skipuðu þeir Arnþór Henrysson bassaleikari, Jónas Hermannsson söngvari, Ólafur Guðlaugsson gítarleikari, Davíð Helgason gítarleikari og Haraldur Bachmann trommuleikari.