Hjónabandsglæpatríóið (2007-08)

Hjónabandsglæpatríóið var lítil hljómsveit sem virðist hafa verið stofnuð utan um sýningar Þjóðleikhússins á leikritinu Hjónabandsglæpum e. Eric-Emmanuel Schmitt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman í Kassanum árið 2007. Tríóið var skipað þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Kjartani Valdemarssyni píanóleikara og Matthíasi M.D. Hemstock trommuleikara, sem komu fram í sýningum á verkinu en þeim lauk um haustið…

Vinir og vandamenn [2] [tónlistarviðburður] (1981)

Sumarið 1981 voru haldnir tvennir tónleikar í Þjóðleikhúsinu undir yfirskrifinni Vinir og vandamenn en þeir voru haldnir til styrktar MS-félaginu sem þá hélt upp á tíu ára afmæli sitt. Það var tónlistarmaðurinn Karl J. Sighvatsson sem hafði veg og vanda af þessum tónleikum, og fékk tónlistarfólk úr öllum geirum íslensks tónlistarlífs til að koma fram…

Óskabörn (1993-94)

Sönghópurinn Óskabörn var kvartett fjögurra leikara við Þjóðleikhúsið en þau komu fram reglulega veturinn 1993-94 með söngskemmtanir, oft í Leikhúskjallaranum. Óskabörn skipuðu þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hinrik Ólafsson, Sóley Elíasdóttir og Maríus Sverrisson en þau hættu störfum sumarið 1994 þegar sá síðast taldi fór utan til söngnáms. Aðalheiður Þorsteinsdóttir annaðist undirleik fyrir Óskabörnin.

Þjóðleikhúskórinn (1953-95)

Þjóðleikhúskórinn var starfandi við Þjóðleikhúsið í áratugi og kom við sögu á hundruðum sýninga og tónleika meðan hann starfaði. Það mun hafa verið Guðlaugur Rósinkranz þáverandi Þjóðleikhússtjóri sem stakk upp á því að kórinn yrði stofnaður árið 1953 en Þjóðleikhúsið hafði verið sett á laggirnar þremur árum fyrr. Dr. Victor Urbancic hljómsveitarstjóri leikhússins stofnaði hins…