Hots (1939-40)

Hljómsveit starfaði á Siglufirði árin 1939 og 1940 undir nafninu Hots en var líklega sama sveit og kölluð var Holtshljómsveitin. Þessi hljómsveit lék á einum af þeim veitinga- og skemmtistöðum sem buðu upp á dansleiki á síldarárunum á Siglufirði þar sem blómlegt en um leið svalltengt dansleikjahald átti sér stað, ekki liggur fyrir hvar þessi…

Hljómsveit Tage Möller (1938-40 / 1944-50)

Píanóleikarinn Tage Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni, annars vegar við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari en hins vegar við lok styrjaldarinnar og eftir hana. Hljómsveit Tage Möller hin fyrri var líklega nær einvörðungu tengd alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni en sveitin lék bæði á skemmtunum og dansleikjum tengt 1. maí hátíðarhöldum en einnig á uppákomum alþýðuflokksfélags Reykjavíkur…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Hljómsveit Jónatans Ólafssonar (1947-66)

Fjölmargar hljómsveitir störfuðu undir stjórn píanóleikarans og lagahöfundarins Jónatans Ólafssonar en heimildum ber ekki saman um starfstíma hljómsveita hans, þannig er hann ýmist hafa starfrækt hljómsveitir frá árinu 1947 eða 1950 og allt til 1959 eða 1966. Jafnframt er talað um hljómsveit í hans nafni sem starfaði á Hótel Birninum í Hafnarfirði á árunum 1941-45…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Semi in suits (1997)

Hljómveitin Semi in suits frá Selfossi keppti í Músíktilraunum vorið 1997 en hafði þar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í úrslitin. Sveitin sem hafði árið á undan keppt undir nafninu Peg, var skipuð þeim Magnúsi Á. Kristinssyni bassaleikara, Sigurði Magnússyni söngvara og gítarleikara og Þórhalli Stefánssyni trommuleikara.

Blue boys (1935-38)

Hljómsveitin Blue boys var meðal fyrstu djasssveita sem störfuðu hér á landi en aðalvígi sveitarinnar var Iðnó. Sveitin var stofnuð haustið 1935 af Henna Rasmus píanóleikara og lagahöfundi sem þá var nýkominn hingað heim frá Þýskalandi þar sem hann var við nám. Aðrir meðlimir Blue boys voru Skafti Sigþórsson saxófón- og trompetleikari, Adolf Theódórsson saxófónleikari,…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…