Afmælisbörn 12. mars 2023

Á þessum degi eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, Grammy-verðlaunahafi, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og sex ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og…

B.J. kvintettinn (1970-80)

B.J. kvintettinn starfaði um og upp úr 1970 og var um tíma húshljómsveit í Þórscafé, hún mun hafa verið einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Sóló og lék töluvert einnig á Keflavíkurflugvelli en þar var skilyrði (einkum í Rockville) að söngkonur væru í sveitinni og því sungu söngkonur eins og Mjöll Hólm, Helga Sigþórsdóttir og sjálfsagt fleiri…

Junior kvintett (1957-60)

Junior (Júníor) kvintett starfaði um þriggja ára skeið fyrir og um 1960. Junior (sem ýmist var kvintett eða kvartett) var stofnuð sumarið 1957 en þá var hún skipuð fimm meðlimum, það voru Þorkell S. Árnason gítarleikari, Jón Óttar Ragnarsson píanóleikari (síðar sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, Herbalife-kóngur o.fl.), Fritz Hendrik Berndsen gítarleikari (Binni í Blómabúð Binna) og…