Humanoia (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem einhverju sinni starfaði undir nafninu Humanoia, líklega í Vestmannaeyjum. Ekki liggur fyrir hvenær Humanoia starfaði en meðal meðlima sveitarinnar voru Þorsteinn Ingi Þorsteinsson og Helgi Tórshamar, sá fyrrnefndi gæti hafa verið söngvari sveitarinnar og hinn síðarnefndi gítarleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum, s.s. um aðra meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan…

Óp Lárusar (1988)

Eyjasveitin Óp Lárusar starfaði í Vestmannaeyjum 1988 og lék m.a. á Þjóðhátíð það sumar. Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Ingi Þorsteinsson söngvari, Pétur Erlendson gítarleikari, Helgi Tórshamar gítarleikari, Jón Kr. Snorrason bassaleikari og Óskar Sigurðsson trommuleikari. Víðir Þráinsson hljómborðs- og saxófónleikari bættist líklega í hópinn og svo virðist sem Róbert Marshall (síðar fjölmiðla- og alþingismaður) hafi…

Mannekla (1999-2002)

Hljómsveitin Mannekla var frá Vestmannaeyjum og starfaði 1999 – 2002 en fór þá í pásu. Sveitin sneri aftur eftir hana sem Thorhamrar. Mannekla spilaði einkum efni eftir aðra og gerði út á ballmarkaðinn. Meðlimir voru Heiðar Kristinsson trommuleikari, Þorsteinn Ingi Þorsteinsson söngvari, Helgi Tórshamar gítarleikari og Arnar Sigurjónsson bassaleikari. Mannekla sendi frá sér eina smáskífu…