Holmes (1999)

Holmes var skammlíf fönkhljómsveit sem starfaði haustið 1999 en nafn sveitarinnar á sér væntanlega skírskotun til klámmyndaleikarans John Holmes, sveitin virðist aðeins hafa leikið á einum tónleikum á skemmtistaðnum Glaumbar við Tryggvagötu. Meðlimir Holmes voru þeir Þorsteinn Sigurðsson saxófónleikari, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ólafur Hólm trommuleikari og Ingi Skúlason bassaleikari.

Íslenski kórinn í Gautaborg (1989-)

Frá árinu 1989 hefur verið starfræktur blandaður kór Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð undir nafninu Íslenski kórinn í Gautaborg. Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar til að starfrækja kór í Gautaborg áður en hjónin Kristinn Jóhannesson og finnsk eiginkona hans Tuula Jóhannesson komu til sögunnar árið 1989 en þau stjórnuðu kórnum allt til ársins 2008, Kristinn…

Fjarkar [5] (2002)

Í samfélagi Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð var starfandi hljómsveit í kringum aldamótin undir nafninu Fjarkar. Þessi sveit starfaði að minnsta kosti árið 2002 og lék þá á samkomum Íslendinga í borginni, og munu ættjarðarlög og slík tónlist hafa verið á prógrammi hennar. Meðlimir hennar þá voru þeir Eyþór Haukur Stefánsson harmonikkuleikari, Júlíus H. Sigmundsson…

Karlakór Biskupstungna (1926-56)

Karlakór Biskupstungna starfaði í áratugi undir stjórn Þorsteins Sigurðssonar bónda á Vatnsleysu en kórinn æfði iðulega á heimili hans, Þorsteinn mun einnig hafa stofnað kórinn. Þessi kór starfaði að því er virðist nokkuð samfellt í þrjá áratugi, frá árunum 1926 til 1956 – og jafnvel til 1958, undir stjórn Þorsteins. Upphaflega voru tíu söngvarar í…