Spur [1] (1993)

Hljómsveit starfaði undir nafninu Spur um skamman tíma árið 1993 en breytti svo nafni sínu í Moskvítsj áður en hún keppti í Músíktilraunum þá um vorið en hún hafði árið áður keppt í sömu keppni undir nafninu Auschwitz, ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin gekk undir Spur nafninu en það gætu hafa verið frá fáeinum…

Moskvítsj (1993-94)

Upplýsingar um hljómsveitina Moskvítsj úr Hafnarfirði eru af fremur skornum skammti en hún virðist hafa komið fyrst fram opinberlega þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993, sveitin komst ekki í úrslit keppninnar. Meðlimir hennar voru þá Þorvaldur Einarsson gítarleikari, Gísli Árnason bassaleikari og söngvari, Páll Sæmundsson gítarleikari og Björn Viktorsson trommuleikari. Sveitin hafði árið…

Auschwitz (1992-93)

Rokksveit úr Hafnarfirðinum sem keppti í Músíktilraunum 1992. Sveit þessi var skipuð þeim Gísla Árnasyni bassaleikara (PPPönk), Páli Kr. Sæmundssyni gítarleikara, Árna Rúnari Þorvaldssyni söngvara, Birni Viktorssyni trommuleikara (PPPönk, Singapore Sling o.fl.) og Þorvaldi Einarssyni gítarleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit þrátt fyrir góð tilþrif en starfaði áfram, næsta ár keppti sveitin aftur en…