Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [1] (1958-63)

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík skipar veigamikinn og líklega mjög vanmetinn þátt í íslenskri tónlistarsögu en sveitin var eins konar uppeldishljómsveit fyrir kynslóð sem átti eftir að láta til sín taka í íslensku poppi næstu árin og áratugina á eftir, hér nægir að nefna nöfn eins og Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Rúnar Georgsson,…

Hljómsveit Baldurs Loftssonar (um 1960)

Baldur Loftsson á Breiðási í Hrunamannahreppi starfrækti hljómsveit í eigin nafni undir lok sjötta áratugar síðustu aldar, sveitin lék að minnsta kosti árin 1958 og 59 en að öðru leyti vantar upplýsingar um starfstíma sveitarinnar. Meðlimir Hljómsveitar Baldurs Loftssonar voru auk Baldurs sjálfs sem lék á harmonikku og saxófón, þeir Loftur Loftsson kontrabassaleikari (bróðir Baldurs),…

O.M.O. kvintett (um 1958)

Á Selfossi mun hafa starfað hljómsveit forðum daga undir nafninu O.M.O. kvintett, fyrir liggur að sveitin var starfandi árið 1958 en engar upplýsingar að finna um hversu lengi hún starfaði. Óskað er eftir upplýsingum þess efnis sem og fyrir hvað O.M.O. stendur fyrir. Fjölmargir munu hafa leikið með hljómsveitinni þann tíma er hún starfaði en…

Bluebirds (1963-66)

Hljómsveit að nafni Bluebirds lék í fjölmörg skipti í klúbbum á Keflavíkurflugvelli á árunum 1963-66. Ekki liggur fyrir hvort sveitin var sett saman sérstaklega fyrir þessi gigg á Vellinum eða hvort um var að ræða aðra sveit sem kallaði sig þessu nafni við þau tækifæri, t.d. Hljómsveit Guðmundur Ingólfssonar úr Keflavík sem skipuð var sömu…

Saxon [1] (1960)

Saxon úr Keflavík var skammlíf útgáfa af Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, og starfaði í fáeina mánuði árið 1960. Hljómsveit þessi hafði starfað í nokkur ár í Keflavík undir nafni stjórnandans, Guðmundar Ingólfssonar frá Vestmannaeyjum, en þegar Þórir Baldursson píanóleikari sveitarinnar tók við stjórn hennar sumarið 1960 var ákveðið að breyta um nafn og kom þá nafnið…