Hljómsveit Íslands (1999-2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í kringum aldamótin (árin 1999 og 2000 að minnsta kosti) undir nafninu Hljómsveit Íslands en sveitin kom fram opinberlega í nokkur skipti um það leyti. Í auglýsingum var Hljómsveit Íslands sögð vera spunasveit sem m.a. hefði að geyma meðlimi sem léku á didgeridoo, harmonikku og kassagítar. Einhverjar…

Titanic [1] (1981-82)

Á árunum 1981 og 82 (að minnsta kosti) starfaði unglingahljómsveit undir nafninu Titanic í Vestmannaeyjum, hún var nokkuð öflug í spilamennskunni í eyjunni og þar lék á fjölmörgum böllum. Meðlimir sveitarinnar voru Grímur Þór Gíslason trommuleikari (síðar þekktur sem Grímur kokkur), Óðinn Hilmisson bassaleikari, Guðjón Ólafsson gítarleikari, Helga Björk Óskarsdóttir söngkona, Arnar Jónsson gítarleikari og…

Óp (1999)

Hljómsveitin Óp var starfrækt árið 1999 og keppti það haust í Rokkstokk hljómsveitakeppninni sem haldin var í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Baldur Sívertsen gítarleikari, Sigurður Breiðfjörð trommuleikari, Arnar Hreiðarsson bassaleikari og Þráinn Óskarsson hljómborðsleikari (Kimono, Hudson Wayne o.fl.), þeir tveir síðast töldu unnu til viðurkenninga sem besti bassaleikarinn og hljómborðsleikarinn í Rokkstokk keppninni. Óp…

Kaktus [4] (2000-01)

Hljómsveitin Kaktus starfaði í um ár undir því nafni en sveitin var stofnuð upp úr hljómsveitinni 747 árið 2000. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Örn Ragnarsson, Gylfi Blöndal gítarleikari og Þráinn Óskarsson en hugsanlega voru fleiri í henni. Gylfi kom líklega síðastur inn og nokkru eftir það klofnaði Kaktus í Kimono og Hudson Wayne.