Hljómsveit Magneu (1992-94)

Hljómsveit Magneu (sem einnig gengur undir nafninu Hljómsveitin Magnea í heimildum) starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar í Neskaupstað, á árunum 1992 til 94. Sveitin lék á árshátíðum, þorrablótum og almennum dansleikjum en einnig t.a.m. a Neistaflugs-hátíðinni 1993. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Ármann Þorláksson [?], Smári Geirsson trommuleikari, Þórður…

Austmenn (1967-70)

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum. Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum…

Stúdíó Ris [hljóðver] (1993-96)

Hljóðupptökuverið Stúdíó Ris var starfrækt um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar á Norðfirði og voru nokkrar plötur hljóðritaðar þar af heimamönnum. Stúdíó Ris var staðsett í risi í húsnæði Ennco í Neskaupstað og hlaut þaðan nafn sitt en líklega var fyrirtækið í grunninn tölvufyrirtæki og hljóðversvinnan hluti þeirrar starfsemi. Það voru þeir feðgar…

Vírus [1] (1979)

Hljómsveitin Vírus starfaði um nokkurra mánaða skeið í Neskaupstað á fyrri hluta ársins 1979 en sveitin var stofnuð upp úr skólahljómsveitinni Zeppelin greifa sem þá hafði verið starfandi þar um skeið. Meðlimir þeirrar sveitar voru þeir Sigurður Þorbergsson gítarleikari, Þröstur Rafnsson gítarleikari, Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari en…

Berlínarbollurnar (1983)

Hljómsveitin Berlínarbollurnar starfaði á Norðfirði í fáeinar vikur sumarið 1983. Það var gítarleikarinn Eðvarð Lárusson sem stofnaði sveitina vorið 1983 en hann hafði farið austur til að starfa þá um sumarið, með honum í sveitinni voru Þröstur Rafnsson gítarleikari og Pjetur Hallgrímsson trommuleikari. Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi Berlínarbollanna eða hvort þeir…