Smellur [1] [fjölmiðill] (1984-86)

Tímaritið Smellur var tónlistartímarit ætlað ungu fólki og kom út um tveggja ára skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Blaðið hafði að geyma blöndu íslensks og erlends efnis, þýddar greinar úr erlendum tónlistartímaritum og svo greinar og viðtöl við íslenskt popptónlistarfólk og hljómsveitir á borð við Grafík, Bubba Morthens, Ragnhildi Gísladóttur, Siggu Beinteins, Eirík…

Nýtt úr skemmtanalífinu [fjölmiðill] (1959)

Tímaritið Nýtt úr skemmtanalífinu var gefið út haustið 1959 en tvö tölublöð (sem hvort um sig hafði að geyma sextán síður) litu dagsins ljós áður en útgáfu þess var hætt. Það voru þeir Ragnar Tómasson og Ingibjartur V. Jónsson sem stóðu að útgáfu tímaritsins en sá síðarnefndi annaðist ritstjórn þess. Blaðið var eitt hið fyrsta…

Jazz [fjölmiðill] (1947)

Tímaritið Jazz kom út 1947 á vegum Tages Ammendrup, sem jafnframt var ritstjóri blaðsins. Alls komu út sjö tölublöð af Jazzi og var blaðið einkar fjölbreytilegt að efni, í því var að finna greinar um djasstónlistarfólk íslenskt sem erlent og fréttir úr djassheiminum, auk þess sem blaðið hafði að geyma bréf frá lesendum, plötufréttir, nótur…