Söngvakeppni Sjónvarpsins 1992 – Nei eða já / Time after time
150 lög bárust í undankeppni Evrópusöngvakeppninnar fyrir vorið 1992 og voru tíu af þeim valin af dómnefnd til að keppa um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Lögin tíu voru; Einfalt mál (lag Harðar G. Ólafssonar við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar) sungið af Helgu Möller og Karli Örvarssyni, Eva (eftir Þóri Úlfarsson við texta Arnars Freys…

