Tónleikar Pálma Gunnars & Hipsumhaps í Hörpu

Þann 27. september næstkomandi snúa Pálmi Gunnarsson og Hipsumhaps bökum saman með tónleikum í Norðurljósasal Hörpu. Þeir hafa sett saman frábæran lagalista með lögum úr smiðju hvors annars sem mun ekki skilja neinn ósnortinn en tónleikarnir eru hluti af tónleikaseríunni …& Hipsumhaps þar sem tvær kynslóðir mætast í tónum og tali. „Árið 1996 kom stórlaxinn…

Syngjandi páskar [2] [tónlistarviðburður] (1980-86)

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um tónlistarviðburð sem Dýrfirðingar héldu um árabil í kringum páskahátíðina undir yfirskriftinni Syngjandi páskar, líkast til var hátíðin haldin fyrst haldin árið 1980 og svo árlega til 1986 að minnsta kosti, hugsanlega jafnvel mun lengur. Það mun hafa verið Tómas Jónsson skólastjóri og sparisjóðsstjóri sem var aðal hvatamaðurinn og drifkrafturinn…

Ung [fjölmiðill] (1986-87)

Tímaritið Ung var tímarit fyrir ungt fólk, sem að miklu leyti fjallaði um tónlist. Ung varð fremur skammlíft, það kom fyrst út sumarið 1986 og fáein tölublöð litu dagsins ljós áður en útgáfusögu þess lauk um ári síðar. Ritstjóri blaðsins var Guðni Rúnar Agnarsson en eigendur Tómas Jónsson og Ómar Baldursson.

Björgvin Gísla og félagar á Rósenberg

Mánudagskvöldið 7. nóv. nk. munu Björgvin Gíslason og félagar mæta á blúskvöld á Cafe Rósenberg við Klapparstíg kl. 21:00. Sveitin er skipuð þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara, Sigurði Sigurðssyni söngvara og munnhörpuleikara, Jens Hanssyni saxófónleikara og Tómasi Jónssyni hljómborðsleikara, auk Björgvins sem leikur auðvitað á gítar. Björgvin Gísla hefur í áratugi mundað gítarinn…

Björgvin Gísla og hljómsveit á Rósenberg

Vetrarstarfið er nú að hefjast í áttunda sinn hjá Blúsfélagi Reykjavíkur. Blúskvöldin verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Rósenberg. Fyrsta blúskvöldið verður mánudagskvöldið 5. október nk. klukkan 21:00. Björgvin Gíslason gítarleikari og hljómsveit, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Sigurður Sigurðsson söngvari og munnhörpuleikari, Jens Hanson saxófónleikari og Tómas Jónsson hljómborðsleikari gera allt vitlaust…

Mood á BAR 11

Eftir langt hlé kemur blúshljómsveitin Mood saman á BAR 11 Hverfisgötu 18, laugardagskvöldið 18. apríl klukkan 22:00. Sveitina skipa: Beggi Smári söngvari og gítarleikari Friðrik G. Júlíusson trommuleikari Ingi S. Skúlason bassaleikari Tómas Jónsson hljómborðsleikari