Mánudagskvöldið 7. nóv. nk. munu Björgvin Gíslason og félagar mæta á blúskvöld á Cafe Rósenberg við Klapparstíg kl. 21:00.
Sveitin er skipuð þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara, Sigurði Sigurðssyni söngvara og munnhörpuleikara, Jens Hanssyni saxófónleikara og Tómasi Jónssyni hljómborðsleikara, auk Björgvins sem leikur auðvitað á gítar.
Björgvin Gísla hefur í áratugi mundað gítarinn með vinsælum hljómsveitum, listamönnum og sem sólólistamaður. Björgvin er talinn með betri gítarleikurum sem Ísland hefur alið af sér og hefur blúsinn verið fyrirferðamikill á ferlinum.
Mætum öll á blúskvöldin okkar og tökum einhvern með sem hefur ekki komið áður.