Sigurður Árnason (1947-2020)

Sigurður Árnason var kunnur bassaleikari og síðar upptökumaður sem kom við sögu á fjölda hljómplatna. Sigurður fæddist 1947 í Reykjavík og strax á unglingsárunum var hann farinn að leika með hljómsveitum með drengjum á svipuðu reki, fyrst sem gítarleikari en svo bassaleikari. Segja má að hann hafi fylgt öllum þeim straumum og stefnum sem voru…

SG-hljómplötur [útgáfufyrirtæki] (1964-84)

Útgáfufyrirtækið SG-hljómplötur var starfrækt um tveggja áratuga skeið og á þeim tíma gaf fyrirtækið út fjölda hljómplatna og kassetta sem seldust gríðarlega vel enda var fyrirtækið nánast einrátt á markaðnum um tíma, þegar fleiri útgáfufyrirtæki skutu upp kollinum urðu SG-hljómplötur smám saman undir og fyrirtækið leið undir lok. Segja má að SG-hljómplötur hafi orðið til…

Tóntækni [hljóðver] (1975-81)

SG-hljómplötur í eigu Svavars Gests ráku um tíma hljóðverið Tóntækni sem staðsett var við Ármúlann í Reykjavík. Þar voru fjölmargar hljómplötur teknar upp, bæði sem gefnar voru út af SG-hljómplötum sem og öðrum útgáfufyrirtækjum og einstaklingum. Sigurður Árnason réði ríkjum í hljóðverinu og tók upp fjölda platna á þeim tíma sem það starfaði. Tóntækni tók…