Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

Hljómsveit Hjördísar Geirs (1985 / 1992-2009)

Segja má að tvær hljómsveitir megi kenna við söngkonuna Hjördísi Geirsdóttur, annars vegar var um að ræða hljómsveit sem Hjördís söng með haustið 1985 á skemmtistaðnum Ríó við Smiðjuveg í Kópavogi í nokkur skipti en engar upplýsingar er að finna um þá sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan aðrar en að hún lék gömlu dansana og…

Drengirnir hennar Rósu (1990-93)

Hljómsveitin Drengirnir hennar Rósu (DHR) starfaði með hléum á árunum 1990-93 og lék mestmegnis á Gauki á Stöng en einnig á nokkrum sveitaböllum á landsbyggðinni. Meðlimir Drengjanna hennar Rósu voru þeir Bergur Heiðar Birgisson bassaleikari, Trausti Jónsson trommuleikari og söngvari, Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari og söngvari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Einnig komu Guðmundur Stefánsson trommuleikari…

Uzz (1998-2002)

Uzz starfaði í kringum aldamótin 2000 og hugsanlega mun lengur en litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Uzz var fyrst og fremst sólóverkefni Mýrdælingsins Björns Leifs Þórisson sem hafði starfað með sveitum eins og Lögmönnum og Rocket á unglingsárum sínum. Uzz kom fram í ýmsum birtingarmyndum, fyrst í blaðaumfjöllun vorið 1998 sem dúett…

Te fyrir tvo (1982-83)

Hljómsveitin Te fyrir tvo (Tea for two / T42 / Tea 4-2) var starfrækt í Kópavoginum á árunum 1982-83 og þótti spila pönk í anda Purrks Pillnikk og Jonee Jonee, sem þá voru upp á sitt besta. Lög sveitarinnar voru stutt og án viðlaga og t.d. mun stysta lag hennar hafa verið 38 sekúndur en…