GH sextett (1960)

GH sextett starfaði í Vestmannaeyjum og var líkast til djassskotin hljómsveit. Sveitin var stofnuð haustið 1960, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði en líklega voru það nokkrir mánuðir uns sveitin gekk í gegnum mannabreytingar og gekk eftir það undir nafninu Rondó sextettinn. Meðlimir GH sextetts voru Aðalsteinn Brynjúlfsson bassaleikari, Jón Stefánsson söngvari, Huginn Sveinbjörnsson…

Rondó sextettinn (1960-64)

Í Vestmannaeyjum var blómlegt djasstónlistarlíf eftir miðja síðustu öld og þar voru fremstir í flokki Guðni Agnar Hermansen og nokkrir aðrir. Guðni hafði starfrækt GH sextettinn um tíma en með mannabreytingum tóku þeir upp nýtt nafn árið 1960, Rondó sextettinn. Rondó sextettinn var líkast til alla tíð skipaður sama mannskapnum að mestu, Guðni lék á…

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar (1954-84)

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar var starfrækt í Vestmannaeyjum og víðar um árabil, eftir því sem sumar heimildir segja í allt að þrjátíu til fjörtíu ár. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1954 (þrátt fyrir að ein heimildin segi hana hafa verið starfandi milli 1940 og 50), af Guðjóni Pálssyni píanó- og harmonikkuleikara en hann var þá…