Hate [2] (1997)

Hljómsveitin Hate frá Akureyri var skammlíf sveit eða öllu heldur sveit sem um tíma hafði gengið undir nafninu Stonehenge og átti eftir að taka upp nafnið Shiva. Hate nafnið mun einungis hafa verið notað í skamman tíma haustið 1997 og lék hún undir því nafni einu sinni sunnan heiða áður en hún varð að Shiva.…

Sultur [2] (1998)

Akureyska pönkrokksveitin Sultur var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Ása Margrét Birgisdóttir söngkona, Agnar Hólm Daníelsson bassaleikari og söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristjáns B. Heiðarsson trommuleikari og söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna.

Stonehenge (1995-97)

Hljómsveitin Stonehenge var frá Akureyri og starfaði um tveggja ára skeið um miðjan tíunda áratug síðustu aldar undir því nafni áður en því var breytt í Shiva. Sveitin gekk einnig um tíma undir nöfnunum Minefield og Hate en Stonehenge varð alltaf aftur ofan á. Stonehenge var thrashmetal-sveit stofnuð haustið 1995 og voru meðlimir hennar í…

Splæsing nönns (1998)

Splæsing nönns spilaði svokallað dauðapönk en sveitin kom frá Akureyri og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, reyndar án þess að hafa þar erindi sem erfiði því hún komst ekki áfram í úrslit. Sveitina skipuðu þeir Helgi Jónsson trommuleikari, Bragi Bragason söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristján B. Heiðarsson bassaleikari. Sveitin gaf út þriggja laga…

Shiva (1997-2000)

Hljómsveitin Shiva starfaði undir lok síðustu aldar og fram á nýja öld, á Akureyri. Shiva var stofnuð 1997 og voru meðlimir hennar þeir Kristján B. Heiðarsson trommuleikari, Lúðvík Aðalsteinn Þorsteinsson bassaleikari, Hlynur Örn Zophoníasson söngvari og gítarleikari og Viðar Sigmundsson gítarleikari. Tónlist sveitarinnar myndi flokkast undir thrashmetal, jafnvel síð-thrashmetal. Sveitin reyndi að koma sér á…

Baphomet (1991-93)

Hljómsveitin Baphomet var ein þeirra sveita sem tók þátt í dauðarokksvakningunni upp úr 1990 og var mjög atkvæðamikil norðan heiða. Sveitin kom frá Akureyri og var líklega stofnuð 1991, hún spilaði nokkur norðanlands það ár. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1992, þá skipuð þeim Agnari Hólm Daníelssyni söngvara og bassaleikara, Viðari Sigmundssyni gítarleikara og Páli…