Straumar [1] (1964-67)

Hljómsveitin Straumar var upphaflega skólahljómsveit í Samvinnuskólanum á Bifröst í Borgarfirði veturinn 1964-65 en hlaut líklega ekki nafn sitt fyrr en að meðlimir hennar höfðu lokið námi en hún starfaði þá áfram. Sveitin lék á dansleikjum í Borgarfirði og nágrenni næsta árið eða svo eftir það, og m.a. á héraðsmótum. Margt er óljóst varðandi Strauma…

Sextett Jóns Sigurðssonar (1967-70)

Sextett Jóns Sigurðssonar starfaði um tæplega þriggja ára skeið undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð á skjön við vinsælustu hljómsveitir landsins sem flestar léku bítla- og hippatónlist á þeim tíma, sextettinn þjónaði hins vegar eldri markhópi og naut töluverðra vinsælda. Sveitin var húshljómsveit í Þórscafé, hafði þar tekið við af Lúdó…

Gibson kvintettinn (1962-64)

Gibson kvintettinn (Gipson) var hljómsveit sem starfaði í Borgarnesi á árunum 1962 til 64 að minnsta kosti en sveitin lék á dansleikjum mest á vestanverðu landinu og allt norður í Hrútafjörð. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Halldórsson gítarleikari, Haukur H. Gíslason kontrabassaleikari, Ólafur Steinþórsson tenór saxófónleikari, Jóhann Már Jóhannsson víbrafónleikari og Viðar Loftsson trommuleikari, Guðrún Gestsdóttir…