Vesturfararnir (1987-89)
Hljómsveitin Vesturfararnir varð til haustið 1987 þegar þrír brottfluttir Bílddælingar fengu það verkefni að setja saman hljómsveit fyrir árshátíð Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal. Þremenningarnir voru þeir Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson gítarleikari og söngvari en auk þeirra léku á árshátíðinni feðgarnir Ástvaldur Hall Jónsson hljómborðsleikari og Viðar Örn Ástvaldsson trommuleikari…
