Afmælisbörn 8. desember 2025

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar sex talsins: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið…

Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar (1963-2003)

Hljómsveitir voru starfandi í marga áratugi undir stjórn harmonikkuleikarans Vilhelms Guðmundssonar (Villa á Karlsá) og voru þær ýmis kallaðar Hljómsveit Villa á Karlsá, Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar eða Villi á Karlsá og félagar. Vilhelm Jónatan Guðmundsson hafði leikið á dansleikjum á heimaslóðum í Svarfaðardalnum um árabil ýmis einn eða með danshljómsveitum og árið 1963 virðist hann…

Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar (1956-57 / 1965-69)

Jóhannes Eggertsson selló- og slagverksleikari starfrækti að minnsta kosti tvívegis danshljómsveitir sem sérhæfðu sig einkum í gömlu dönsunum, í þeim sveitum lék hann á trommur. Fyrri hljómsveit Jóhannesar sem hér er vísað til starfaði á árunum 1956 og 57 í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni (og gæti jafnvel hafa starfað þar lengur) en litlar og…

Mánar [2] (1962-65)

Norðlenska hljómsveitin Mánar starfaði um nokkurra ára skeið á Dalvík eða nágrenni á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum sem fylgdu straumum þess tíma og spiluðu gítarrokk í anda The Shadows. Meðlimir Mána voru allir á unglingsaldri og höfðu spilað saman um tíma m.a. undir nafninu AA sextett þegar mannabreytingar…

Trió ´72 (1972-93)

Tríó ´72 starfaði í um tvo áratugi undir styrkri stjórn Bjarna Sigurðssonar harmonikkuleikara frá Geysi en það gekk einnig undir nöfnunum Tríó ´87, Tríó ´88 og Tríó ´92 eftir auglýsingum hvers tíma fyrir sig að dæma. Bjarni Sigurðsson stofnaði sveitina 1972 og lék sjálfur á harmonikku og bassa en með honum í byrjun voru Grétar…

Tónatríó [1] (1956-64)

Dalvíska hljómsveitin Tónatríó var vinsæl ballsveit um árabil í Svarfaðardalnum og nærsveitum og fjölmargir komu við sögu hennar. Tónatríó var stofnuð 1956 og voru meðlimir hennar lengstum Ingólfur Jónsson píanó- og harmonikkuleikari, Vilhelm Guðmundsson söngvari, harmonikku- og saxófónleikari og Sigurður Jónsson trommuleikari, Reinald Jónsson var trymbill sveitarinnar í upphafi. Sveitin var starfandi í sjö ár,…