Hlégestr (1998-2001)

Hlégestr

Kvartettinn Hlégestr (Hlégestur) var sönghópur sem starfaði meðal íslenskunema við Háskóla Íslands á árunum 1998 til 2001 en nafn kvartettsins kemur frá Gallehus horninu svokallaða sem nemarnir voru að lesa um í námskeiðinu Íslenskt mál að fornu – þar kemur reyndar fyrir rithátturinn hlewagestiR sem líkast til hefur þó heldur erfiðari í framburði og ritun en Hlégestr.

Hlégest skipuðu þeir Arnór Hauksson, Björn Gíslason, Oddbergur Eiríksson og Sverrir Friðriksson og sungu þeir einkum syrpur með lögum þekktra tónlistarmanna á borð við Björgvin Halldórsson og Elvis Presley auk þekktra drengja- og stúlknasveita, eitt skólaárið (1999-2000) starfaði hópurinn sem tríó þar sem Björn var erlendis í námi.

Kvartettinn kom fyrst fram haustið 1998 á Kraptakvöldi íslenskunema og söng svo næstu árin á þeirri sömu skemmtun auk árshátíða og annarra uppákoma innan deildarinnar, hópurinn kom aðeins einu sinni fram utan íslenskudeildarinnar en það var í síðasta skipti sem hann kom fram – í 25 ára afmæli Katrínar Jakobsdóttur síðar ráðherra. Þess má geta að Hlégestr varð fyrir því að eitt sinn að vera klappaður upp og í fátinu tóku þeir félagar upp á því að flytja þjóðsönginn sem uppklappslag, það varð kvartettnum nærri því að aldurtila.