Ó, ég dái þig

Ó, ég dái þig
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Ó, ég dái þig, ó, ég dái þig
og dýrka og prísa og þrái þig.
Og flott ég er
og kurteis kavaler
svo ég spái því ég nái því að ná í þig.

Ég mun bæta þig, ég mun bæta þig
ef burt vilja freistingar tæta þig.
Og ef að átt
þú einhvern tíma bágt
skulu mínir heitu kossablossar kæta þig.

Ég mun hylla þig, ég mun hylla þig,
af heitustu ást mun ég fylla þig.
Og þessi ást
mun á því sjást
að ýmist mun hún stilla eða trylla þig.

Og ég þjóna þér og ég þjóna þér
og þykkustu geri ég skóna þér.
Og ljúfu geði
læt ég fylgja með
mína lokka í þá sokka sem ég prjóna þér.

Ég mun unna þér, ég mun unna þér
og ástarljóðið af munni mér
skal verða allt
svo ótrúlega snjallt
að af kæti engin læti muntu kunna þér.

Ég mun hlú að þér, ég mun hlú að þér
og heimili fegursta búa þér.
Og sænginni, í j
á þú mátt trúa því;
jafnt í blíðu sem í stríðu mun ég snú að þér.

Ég mun hlekkja þig, ég mun hlekkja þig
við hjarta mitt án þess að svekkja þig.
Nei, aldrei neitt
mun líf þitt gera leitt
eða blekkja eða hvekkja eða hrekkja þig.

[engar upplýsingar um lagið á plötum]