Í tvígang, 2015 og 2016 var haldin hljómsveitakeppni í tengslum við hátíðarhöld í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Keppnin var haldin í samstarfi íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar og Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar undir yfirskriftinni Bæjarbandið.
Fyrra árið 2015 sigraði hljómsveitin AKA sinfónían keppnina en ári síðar bar hljómsveitin At breakpoint sigur úr býtum, litlar sem engar upplýsingar er að finna um þessa hljómsveitakeppni s.s. um fjölda keppnissveita, verðlaun eða annað um hana og er því hér með óskað eftir þeim.














































