Hljómsveit sem gekk undir nafninu Högnastaðagrúppan lék á þorrablóti á Eskifirði í upphafi árs 1984, og er útlit fyrir að sveitin hafi verið sett saman eingöngu til að leika á þeirri uppákomu því engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit.
Högnastaðagrúppan var skipuð bræðrunum Þórhalli [bassaleikara?], Guðmanni [trommuleikara?] og Hauki [harmonikku- og/eða hljómborðsleikara?] Þorvaldssonum auk Georgs Halldórssonar en líklega áttu þeir bræður ættir að rekja til Högnastaða.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.














































