Fullkomið líf (Eurovision – Ísland 2008)
(Lag / texti: Örlygur Smári / Regína Ósk Óskarsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson)
Við tölum sama tungumálið,
finnum taktinn slá í gegn.
Beint í hjartað tendrum bálið
þá kemur það víst
sem áður virtist hvað síst.
Fullkomið líf – því ég veit þú kemur senn.
Fullkomið líf – fyrir mig, fyrir alla menn.
Hvar eru þau örlögin mín sem bera mig til þín,
taktu‘ eftir, heyrðu‘ í mér,
fullkomið líf er í höndum þér.
Hljótt ég hugsa dag og nætur,
upphátt segi: ég elska þig.
Til að ástin festi rætur
og allt fari‘ á fullt
við hittumst á framandi stað.
Fullkomið líf – því ég veit þú kemur senn.
Fullkomið líf – fyrir mig, fyrir alla menn.
Hvar eru þau örlögin mín sem bera mig til þín,
taktu‘ eftir, heyrðu‘ í mér,
fullkomið líf er í höndum þér.
Fullkomið líf – endalaus ást og hamingja.
Hið fullkomna líf – aldrei mun fást fyrir peninga.
Hvar eru þau örlögin mín sem bera mig til þín,
taktu‘ eftir, heyrðu‘ í mér,
fullkomið líf – skal ég gefa þér.
[m.a. á plötunni Söngvakeppni Sjónvarpsins 2008 – ýmsir]
