Hann er ekki þú

Hann er ekki þú
(Lag / texti: Bríet Ísis Elfar)

Segðu‘ mér eitt, hangir rauða plakatið enn upp á vegg?
Segðu‘ mér eitt, ertu búinn‘ að plana lífið þitt í gegn?
Sit og horfi‘ á þig, hvar misstum við þráðinn?

Þú spyrð mig um lífið og framtíðina,
það hellist yfir mig kvíði því þú ert ekki þar.
Hann á öll réttu orðin, hann er fullkomið svar
en staðreyndin er sú,
hann er ekki þú.
Hann er ekki þú.

Hugsanir sem að spyrja‘ á kvöldin
„Hvað hefurðu gert?“
efasemdir því að hjartað mitt er enn brotið í tvennt.
Ertu líka að spyrja þig?
Hvar misstum við þráðinn?

Þú spyrð mig um lífið og framtíðina,
það hellist yfir mig kvíði því þú ert ekki þar.
Hann á öll réttu orðin, hann er fullkomið svar
en staðreyndin er sú,
hann er ekki þú.
Hann er ekki þú.

Ég veit ég kvaddi þig,
er enn að þurrka tárin
en ég er þakklát fyrir allt.
Ég veit ég kvaddi þig,
er enn að þurrka tárin
en ég er þakklát fyrir allt.

Þú spyrð mig um lífið og framtíðina,
það hellist yfir mig kvíði því þú ert ekki þar.
Hann á öll réttu orðin, hann er fullkomið svar
en staðreyndin er sú,
hann er ekki þú.
Hann er ekki þú.

Ég veit ég kvaddi þig,
er enn að þurrka tárin
en ég er þakklát fyrir allt.
Ég veit ég kvaddi þig,
er enn að þurrka tárin
en ég er þakklát fyrir allt.

[af plötunni Bríet – Kveðja, Bríet]