Fullkomin

Fullkomin
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Jón Guðfinnsson)

Horfi út í dimma nótt.
Er þetta staður minn?
Mér er ekki undir rótt,
að reyna’ að vera eins og hinn.

Vandi minn er háður þér,
ef ekki þinn, er minn.
Bæta skal, þá finn ég þig
svo allt verði fullkomið.

Eru þetta örlög mín?
Hjartað kippist við.
Herða skaltu þig,
hvað sem verður.

viðlag
Reyni ég að ná til þín, komdu til mín,
ekki vil ég þér hverfa, þú finnur mig.
Þú ert fullkomin, þú skilur mig.
Ekki yrði það verra, þú ert fullkomin.

Þú munt finna fyrir mig,
ég reyni að horfa á þig.
Örlögin þau flúin ei,
enda snýr þér við.

Út undir er sólarlag,
það endursnýst um mig.
Sál mín lifnar aftur við
og allt verður fullkomið.

Út undir er sólarlag,
það endursnýst um mig.
Sál mín lifnar aftur við,
enda snýr þér við.

viðlag

[af plötunni Land og synir – Alveg eins og þú]