Eitthvað nýtt

Eitthvað nýtt
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Jón Guðfinnsson)

Staðreyndin er sú
að ég hef svarta trú,
draumvakinn svefni af,
sælu svefninn gaf.
Þú vildir vekja mig.

Laðast ótt og títt,
alltaf eitthvað nýtt,
sælustund og stað.
Ég vissi hvað var að,
ég vildi komast að.
Hvað ert þú,
ólm í anda iðin,
núlifandi liðin
því enginn annar sér þig.

Svarthvítar hugsanir
storma inn í mér
eins og gömul synd,
er það sem enginn sér,
þú gafst mér hugsanir.
Hvað ert þú,
ólm í anda iðin,
núlifandi liðin
því enginn annar sér þig.

Langt leiðir hugur mig,
ljóslifandi sýnir þig,
örvandi og seiðandi,
sýnir allt mér aðvitandi.
Hvað ert þú?
Ólm í anda iðin,
núlifandi liðin
því enginn annar sér þig.

Hvað ert þú?
Ólm í anda iðin,
núlifandi liðin
því enginn annar sér þig.

[af plötunni Land og synir – Herbergi 313]