Lending 407

Lending 407
(Lag / texti Hreimur Örn Heimisson / Hreimur Örn Heimisson, Jón Guðfinnsson og Gunnar Þór Eggertsson)

Ég var barn sem að fékk aldrei að finna fyrir hlýju.
Orðinn 18 en líður eins og 69.
Ég er svekktur, sár, orðinn þreyttur á að vera hér
á lágu tilverustigi, ég sé heiminn eins og enginn sér.

Ég er fastur, ég verð að reyna losa mig að nýju
og mér skal takast það áður en þið teljið upp að tíu.
Ég vildi að ég hefði aldrei haft af þessu lífi mínu kynni – ekki neitt.
Og núna dreg ég mörkin og kveð ykkur að sinni.

Nú stekk ég, þetta er nóg
og endurfæðist – voó,
mín veröld stóð í stað,
senn breytist nótt í dag.
x2

Ég held að lífslínan hafi ekki verið mikið lengri,
af minni ævi ég hafði svipað gaman af og engri.
Svo þið hljótið að skilja að mín bíður aðeins betra líf – betra líf
á öðru tilverustigi á skýjunum, ég burtu svíf.

Nú stekk ég, þetta er nóg
og endurfæðist – voó,
mín veröld stóð í stað,
senn breytist nótt í dag.
x2

Þegar þú heyrir þetta‘ er ég allur,
ástæðan er óskiljanleg.
Þetta er minn síðasti pallur,
nú loksins veit ég hver ég er.
Vorkenndu mér.

Því stökk ég, fékk ég nóg,
fæðist ég aftur – voó,
mín veröld stóð í stað,
senn breytist nótt í dag.
Því stekk ég, fékk ég nóg,
fæðist ég aftur – voó,
mín veröld stóð í stað,
senn breytist nótt í dag.

[af plötunni Land og synir – Herbergi 313]