Örmagna

Örmagna
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Gunnar Þór Eggertsson og Hreimur Örn Heimisson)

Sit hér með sjálfum mér og heyri í þér,
er það rétt það sem þú segir mér er.
Finnst þér að við skiljum það hvernig fer,
ég og þú, við erum saman inni’ í mér.

Ég vildi að ég væri ekki hér,
örmagna‘ er orðinn inni’ í þér,
ég reyni að brjótast inn í veröld
sem aldrei var ætluð mér.

Ertu sár, ég vildi‘ ei særa þig
en það er ég sem stjórna hér, fylgdu mér.

Ég vildi að ég væri ekki hér,
örmagna‘ er orðinn inni’ í þér,
ég reyni að brjótast inn í veröld
sem aldrei var ætluð mér.

Kaldur sársaukinn nístir við
er ég heyri bergmálið,
komdu þínu fram, hugsanir og ég mun
reyna að túlka fyrir þig.

Ég vildi að ég væri ekki hér,
örmagna‘ er orðinn inni’ í þér,
ég reyni að brjótast inn í veröld
sem aldrei var ætluð mér.

Sit ég hér og hugsa með mér hvernig fer,
ég heyri í þér, þú flögrar um inni’ í mér.

[m.a. á plötunni Land og synir – Herbergi 313]