Saga

Saga
(Lag og texti: Hreimur Örn Heimisson)

Nú segi ég þér sögu af mínum draumum,
ég sá þig standa mér við hlið.
Ég horfði upp til skýja og vildi þangað flýja,
ég vildi reyna finna frið.

Viltu hlusta á mig, hlýddu á mín orð
því þó mig langi til að reyna að vakna,
ég vil ei yfirgefa þig.
Ég segi sjálfum mér, ég mun þín sakna,
svo kemur ekkert fyrir mig.

Því núna ligg ég hérna og læt mig dreyma,
ég vildi að þú værir ennþá hér.
Minn draumur er á enda, ég veit hvar ég mun lenda,
senn mun ég standa þér við hlið.

Viltu hlusta á mig, hlýddu á mín orð
því þó mig langi til að reyna að vakna,
ég vil ei yfirgefa þig.
Ég segi sjálfum mér, ég mun þín sakna,
svo kemur ekkert fyrir mig.

Týndur, vegavilltur – ráfa um í nótt,
ég lygni augum aftur og hugsa til þín ótt.

Viltu hlusta á mig, hlýddu á mín orð,
viltu hlusta á mig, ég hugsa til þín ótt.
Því þó mig langi til að reyna að vakna,
ég vil ei yfirgefa þig.
Ég segi sjálfum mér, ég mun þín sakna,
svo kemur ekkert fyrir mig

Því þó mig langi til að reyna að vakna,
ég vil ei yfirgefa þig.
Ég segi sjálfum mér, ég mun þín sakna,
svo kemur ekkert fyrir mig.

[af plötunni Land og synir – Herbergi 313]