Freistingar [2]

Freistingar
(Lag og texti: Hreimur Örn Heimisson)

Freistingar,
þær bíða eftir þér,
eftir þér.
Smjörið drýpur
af hverju strái fyrir sig,
allt fyrir þig.
Önnur veröld
bíður fyrir handan næsta stig.

Finnst þér að
þú sért lifandi,
lifandi.
Finnst þér að
lífið sé þess virði
til að reyna að lifa því.
Ekkert eftir,
þú stendur einn.

viðlag
Segðu nei, segðu nei,
ég vil eigi meira.
Ekki meir,
viltu lifa eða viltu fá að deyja?

Þú veist hver
sannleikurinn er,
hver tilgangurinn er,
því spyr ég
veist þú hver
bíður eftir þér,
hver bíður eftir þér,
hver bíður eftir þér,
ekkert eftir, þú stendur einn.

viðlag

Hvert ferðu,
hvað sérðu,
gátt til himins hefur opnast,
hvað viltu,
þú veist hvað þarf.

viðlag

Finnst þér að
þú sért lifandi,
lifandi.
Finnst þér að
lífið sé þess virði
til að reyna að lifa því.

Ó fljótur nú, það er beðið eftir þér.
Ó fljótur nú, það er beðið eftir þér.
Beðið eftir þér, það er beðið eftir þér.

 [af plötunni Land og synir – Herbergi 313]