Allt á hreinu

Allt á hreinu
(Lag og texti: Hreimur Örn Heimisson)

Ertu að hlusta, hér er ég.

Einn góðan dag ég sagðist ætla að
reyna gera betri mann úr mér,
svo gerðist ekkert,
kannski á ég enga von,
nú sný ég þessu mér í vil,
ég veit alveg hvað ég vil.

viðlag
Með hlutina á hreinu,
það gerðist allt í einu,
geta spókað um
og geta farið hvert sem er.
Með hlutina á hreinu,
það gildir aðeins einu,
orðinn sterkari, ég veit alveg hvað ég vil.

Eitt andartak ég varð að athuga
og hugsa með mér hvað er það sem þarf,
svo líður tíminn
og ég þori ekki út,
óttinn hefur tekið völd,
hvað geri ég í kvöld?

viðlag

Hvar er ég,
er ég kominn aftur heim?
Gerðist ekkert,
kannski á ég enga von,
nú sný ég þessu mér í vil,
ég veit alveg hvað ég vil.

viðlag

[af plötunni Land og synir – Herbergi 313]