Undraland

Undraland
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Hreimur Örn Heimisson og Gunnar Þór Eggertsson)

Við svífum á skýjum í draumalandi‘ á nýrri leið
í dularfullum heimi á ævintýra stað.

Ég vil ei koma niður aftur – aftur
því hamingjan er inni’ í mér.

Myrkrið svo fjarri mér, bjartir heimar koma fyrir sýn
allt er svo furðulegt að mig langar ekki heim.

Við svífum – svo nálægt, ég skýin snerti og flýt um himininn
í lausu lofti brosi er ég æði um alheiminn – alheiminn.

Myrkrið svo fjarri mér, bjartir heimar koma fyrir sýn,
allt er svo furðulegt, mig langar ekki heim.

En ef þetta er svo draumur um heim sem ekki er til,
þá vil ég ekki vakna og vil ei vera til

Myrkrið svo fjarri mér, bjartir heimar koma fyrir sýn,
allt er svo furðulegt, mig langar ekki heim.

Myrkrið svo fjarri mér, bjartir heimar koma fyrir sýn,
allt er svo ótrúlegt, mig langar ekki heim.

Við svífum.
Mig langar ekki heim, mig langar aldrei heim.

 [af plötunni Land og synir – Herbergi 313]