Ljúft en sárt

Ljúft en sárt
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Sólin þröngvar sólargeislum sínum
inn í stofuna til þín.
Fyllir loftið leiðum drunga,
dregur úr þér kraftinn, villir sýn.
Þú dansaðir í nótt.
Drakkst þig fulla, gleymdir fljótt,
fjárans bömmernum
sem fæddist hjá þér,
síðast er þú sukkaðir
með staffinu.
Nú situr þú ein og utan við þig,
þykist veik með afréttara í kaffinu.

Viðlag
Það er sárt, ljúft en sárt.
Það er sárt, ljúft en sárt.

Í huga þínum rifjar þú upp
þokukennda grámyglaða myndina.
Fyrirlítur þann sem fyrr á dögum
fann upp ástina og syndina.
Þú veist ekki hver hann er.
Þú veist ekki hvert hann fer.
Né hvort hann skildi eftir í þér
lítinn lífsneista
sem framvegis mun fylgja þér.
Það er sárt að vera sækjandi
og verjandi í dómsmáli
hjá sjálfum sér.

Viðlag

Sólin þröngvar morgungeislum sínum
inn í stofuna til þín.
Nær samt ekki að kæta þig
með fyndni sinni sama hvað hún skín.
Þú daðraðir í nótt.
Drakkst þig fulla, gleymdir fljótt.
Fjárans bömmernum
sem fæddist hjá þér síðast
er þú sukkaðir með staffinu.
Nú situr þú ein og utan við þig
útúrreykt með afréttara í kaffinu.

Viðlag

Þú veist ekki hver hann er.
Þú veist ekki hvert hann fer.
Né hvort hann skildi eftir í þér
lítinn lífsneista
sem framvegis mun fylgja þér.
Það er sárt að vera sækjandi
og verjandi í dómsmáli
hjá sjálfum sér.

Viðlag

Þú dansaðir í nótt.
Drakkst þig fulla, gleymdir fljótt,
fjárans bömmernum
sem fæddist hjá þér síðast
er þú sukkaðir með staffinu.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Með vottorð í leikfimi]