Félagsmálafrík

Félagsmálafrík
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Hann er orðinn meiriháttar félagsmálafrík.
Horríjó horríjó, horríjó.
Hann geymir vel í Vesturbænum gamla rómantík.
Horríjó horríjó, horríjó, jó.
Hún hámar í sig Kit-Kat og þambar mikið kók.
Horríjó horríjó, horríjó.
Hún fægir félagsmerkin og pressar uppabrók.
Horríjó horríjó, horríjó, jó.

Hún er búin að gleyma,
hún er búin að gleyma.
Hvernig var að hafa drullusokkinn heima.

Hann dreymir um fram á pólitískri braut.
Horríjó horríjó, horríjó.
Honum tekst það sjálfsagt enda heimskur eins og naut.
Horríjó horríjó, horríjó, jó.

Hún er búin að gleyma,
hún er búin að gleyma.
Hvernig var að hafa drullusokkinn heim.

Hann er búinn að gleyma,
hann er búinn að gleyma.
Hvað það getur verið gott að hanga bara heima.

Hún bjallar í Dídí og röflar bara um hann.
Horríjó horríjó, horríjó.
Enginn á í heimi þessum heiðarlegri mann.
Horríjó horríjó, horríjó, jó.
Svo er hann orðinn meiri háttar fluguveiðifrík.
Horríjó horríjó, horríjó.
Hann heldur við í veiðiferðum nýja rómantík.
Horríjó horríjó, horríjó, jó.

Hann er búinn að gleyma,
hann er búinn að gleyma.
Hvernig er að snæða soðninguna heima.

Hann er búinn að gleyma,
hann er búinn að gleyma.
Hvað það getur verið gott að sofa bara heima.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Með vottorð í leikfimi]