Ég er ekki frá því

Ég er ekki frá því
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)
 
Ég vakna, bara til að sakna.
Ég sofna, bara til að dofna.
Haustregnið fyllir minn huga að tárum.
Hatursfull fórstu frá mér fyrr á árum.
En síðan hefur lífið verið dapurlegt
og tilveran svo grá.
Ég er ekki frá því
að ég hafi verið á því síðan þá.

Ég kólna og kjúkur mínar bólgna.
Ég þamba, skjálfandi einn ramba.
Karlrembufurstinn er kominn að þrotum.
Þrífur sig ekki er engum að notum.
En lífið er hann bókstaflega lifandi
án dóms og laga að flá.
Ég er ekki frá því
að ég hafi verið á því síðan þá.

Viðlag
Ég er ekki frá því
að ég hafi verið á því.
Ég er ekki frá því
að ég hafi verið á því.
Ég er ekki frá því
að ég hafi verið á því síðan þá.

Ég vakna, bara til að sakna.
Ég sofna, bara til að dofna.
Haustregnið fullir minn huga að tárum.
Hatursfull fórstu frá mér fyrr á árum.
En síðan hefur lífið verið dapurlegt
og tilveran svo grá.
Ég er ekki frá því
að ég hafi verið á því síðan þá.

Viðlag

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Með vottorð í leikfimi]