Hassansmjör (um 1970)

Hassansmjör var sönghópur (að öllum líkindum) starfræktur innan Menntaskólans við Hamrahlíð um eða fljótlega eftir 1970 og var eins konar forveri Spilverks þjóðanna eða jafnvel milliliður hinna upprunalegu Stuðmanna og Spilverksins.

Meðlimir Hassansmjörs voru þeir Ragnar Daníelsen, Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson auk þess sem Sesselja [?] fiðluleikari og Sigga [?] sellóleikari voru viðloðandi sveitina. Þegar Egill Ólafsson bættist í hópinn mun hópurinn hafa skipt aðeins um gír og nafn og kallaðist þá um tíma Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hassansmjör.