Húsdýrið (2000-04)

Húsdýrið

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þungarokkshljómsveit sem gekk undir nafninu Húsdýrið og starfaði af því er virðist innan þungarokksklúbbsins Rándýrsins en sá klúbbur var starfræktur á árunum 1994 til 2004 að minnsta kosti – og er að öllum líkindum starfandi ennþá en starfsemi hans fer ekki hátt.

Hljómsveitin Húsdýrið mun hafa troðið upp á árshátíðum Rándýrsins frá aldamótum og eitthvað næstu árin en líkt og með klúbbinn eru heimildir um sveitina afar takmarkaðar, líkast til er/var skipan Húsdýrsins eitthvað mismunandi en hér er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit s.s. meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað sem á heima í umfjölluninni um hana.