Söngkeppni framhaldsskólanna [tónlistarviðburður] (1990-)

Söngkeppni framhaldsskólanna er sér íslenskur viðburður sem haldin hefur verið síðan árið 1990. Keppnin hefur síðan þá einungis fallið niður í eitt skipti. Fyrsta söngkeppnin var haldin vorið 1990 en hugmyndin var ekki alveg ný af nálinni, undirbúningur hafði þá staðið yfir frá því haustið á undan en keppnin átti sér lengri aðdraganda. Fjórtán skólar…

Comet [1] (1965-67)

Hljómsveitin Comet var ein af þeim Bítlasveitum sem störfuðu á Akureyri um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, sveitin lék einkum á dansleikjum á heimaslóðum en fór einnig suður yfir heiðar og lék í Breiðfirðingabúð og fleiri stöðum. Sveitin var stofnuð snemma vors 1965 í Gagnfræðiskólanum á Akureyri og gekk í byrjun undir nafninu Comet og…

Treflar (1965-66)

Unglingasveitin Treflar var starfrækt á Akureyri á árunum 1965 og 66. Meðlimir hennar voru Kári Gestsson gítarleikari, Haraldur Tómasson gítarleikari, Aðalsteinn Bergdal söngvari, Sigurður Ringsted trommuleikari og Ólafur Aðalsteinsson bassaleikari. Kjarni sveitarinnar átti síðar eftir að starfa saman í fleiri sveitum eins og Þeir og Taxmenn.

Alli og Heiða (1982-86)

Alli og Heiða, aukasjálf leikaranna Aðalsteins Bergdal og Ragnheiðar Steindórsdóttur komu fram á sjónarsviðið 1982 þegar Ísafoldarprentsmiða gaf út sína fyrstu og einu plötu en á henni var að finna tuttugu og fimm barnalög, aukinheldur fylgdi eins konar litabók með myndum Ólafar Knudsen af aðalpersónunum. Lögin voru eftir Asger Pedersen en hann ku hafa samið…

Alli og Heiða – Efni á plötum

Alli og Heiða – 25 barnalög Útgefandi: Ísafoldarprentsmiða Útgáfunúmer: LL 001 Ár: 1982 1. Kannast þú við horn 2. Í eldspýtustokki 3. Kóngulóarsöngur 4. Froskasöngur 5. Andstæðurnar 6. Vindurinn 7. Hvað gefa dýrin okkur 8. Ungar dýranna 9. Fjórtán risar 10. Þegar vorar 11. Af stað í fríið 12. Steinarnir í fjörunni 13. Á ströndina 14.…

Þeir (1966-67)

Bítlasveitin Þeir frá Akureyri vakti nokkra athygli, einkum norðanlands 1966. Sveitin kom einnig suður til spilamennsku en meðlimir hennar voru Sigurður Ringsted trommuleikari, Kári Gestsson gítaleikari, Haraldur Tómasson gítarleikari, Stefán Ásgrímsson bassaleikari og Aðalsteinn Bergdal söngvari. Ekki liggur fyrir hversu lengi Þeir störfuðu en það hefur líklega verið fram á 1967.