Afmælisbörn 30. ágúst 2020

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og sex ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

Hrói höttur og munkarnir (1990)

Hrói höttur og munkarnir var hljómsveit af Suðurnesjunum sem keppti í Músíktilraunum 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Áki Ásgeirsson píanóleikari, Kjartan Ásgeirsson gítarleikari, Már Harðarsson trommuleikari og Ellert Rúnarsson bassaleikari. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna og ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hana.

Rassálfarnir (1997)

Rassálfarnir eru hljómsveit sem tók þátt í Rokkstokk hljómsveitkeppninni í Keflavík 1997 en sveitin innihélt m.a. þá Áka Ásgeirsson og Starkað Barkarson sem gáfu út plötu saman. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 97. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Rassálfana.