Tvennir tímar (1991-99)

Ballsveitin Tvennir tímar starfaði mest allan tíunda áratug síðustu aldar og spilaði víðs vegar á dansstöðum, mestmegnis þó á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð sumarið 1991 og þá voru meðlimir hennar Hannibal Hannibalsson söngvari og gítarleikari, Sigurður Kristinn Guðfinnsson söngvari og kassagítarleikari, Ólafur Kolbeinsson trommuleikari og Alfreð Lilliendahl bassaleikari. 1993 höfðu orðið þær breytingar á sveitinni…

Reykjavíkurkvintett (1991)

Reykjavíkurkvintett (Reykjavíkurquintett) var skammlíft coverband sem starfaði sumarið 1991 og lék í nokkur skipti á öldurhúsum borgarinnar. Sveitin var stofnuð í mars 1991 og voru meðlimir hennar Ingimar Oddsson söngvari (Jójó o.fl.), Gunnar Elísabetarson trommuleikari, Heimir Helgason hljómborðsleikari, Bragi Bragason gítarleikari (Óðs manns æði, Langbrók o.fl.) og Alfreð Lilliendahl bassaleikari (Langbrók o.fl.. Svo virðist sem…

Langbrók (1993-96)

Langbrók var sveitaballaband sem gerði garðinn frægan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék víða um land fjölbreytilega tónlist og viðhafði ýmsar uppákomur, hvort sem það var á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins eða úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og hafði sama kjarnann að mestu á að skipa þann tíma er hún starfaði…