Skólalúðrasveit Akraness (1959-85)

Hljómsveit sem hér er kölluð Skólalúðrasveit Akraness starfaði í ríflega tvo áratugi en lognaðist svo útaf eftr stopula starfsemi síðustu árin. Sveitin hafði verið sett á stofn rétt fyrir 1960 af því er heimildir herma og starfaði reyndar fyrstu árin við Barnaskólann á Akranesi, Rotary-klúbbur þeirra Skagamanna átti sinn þátt í því að sveitin varð…

Tívolí (1977-81)

Hljómsveitin Tívolí var einn hlekkur í keðju nokkurra sveita sem störfuðu um skeið undir mismunandi nöfnum og afar tíðum mannabreytingum. Sveitin, sem var dæmigerð ballsveit fyrst um sinn, hafði um tíma gengið undir nafninu Kvintett Ólafs Helgasonar en um svipað leyti og Ellen Kristjánsdóttir, átján ára gömul sögkona, gekk til liðs við sveitina um vorið…

Nafnið (1970-76)

Hljómsveitin Nafnið starfaði í Borgarnesi um árabil, gerði út á sveitaböllin og var einkum sterk á heimaslóðum. Nafnið var stofnuð í upphafi árs 1970 og var í byrjun fjögurra manna sveit, Vignir Helgi Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Kristján Helgason bassaleikari og Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari voru þrír meðlima hennar en nafn þess fjórða er ekki…

Járnsíða (1979)

Hljómsveitin Járnsíða var skammlíft sjö manna band skipað ólíkum einstaklingum á ýmsum aldri og með afar mismunandi bakgrunn. Þeir voru Andrés Helgason ásláttar- og trompetleikari, Eiríkur Pálsson trompetleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Gústaf Guðmundsson trommuleikari og Eiríkur Hauksson söngvari. Sveitin kom fram í aðeins eitt skipti, á uppákomu hjá Jazzvakningu…