Afmælisbörn 6. ágúst 2023

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað…

Mas [1] (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir) starfaði unglingahljómsveit um skamma hríð undir nafninu Mas, í Vestmannaeyjum. Fyrir liggur að gítarleikari sveitarinnar var Árni Gunnarsson en hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað bitastætt.

D-7 (1997-2000)

Hljómsveitin D-7 (Díseven / Dee seven) var starfrækt í Vestmannaeyjum og þótti efnileg á sínum tíma, sveitin dó þó drottni sínum án þess að slá almennilega í gegn. D-7 var stofnuð vorið 1997 og vakti þegar nokkra athygli þegar hún tók þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík, þar var hún meðal efstu sveita og var…

Yellowbellies (1996)

Um hljómsveitina Yellowbellies frá Akureyri finnast ekki miklar upplýsingar. Þó liggur fyrir að sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem út kom 1996. Þar voru meðlimir sveitarinnar þeir Davíð Þór Helgason bassaleikari, Sverrir Snorrason trommuleikari og Andri Þór Magnússon söngvari og gítarleikari. Árni Gunnarsson söng bakraddir í laginu á safnplötunni en ekki er…

Mömmustrákar [1] (1989-91)

Mömmustrákar er hljómsveit frá Vestmannaeyjum. Þessi sveit var allavega starfandi árið 1989-91 en þá voru allir meðlimir sveitarinnar 16-18 ára. Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1989 og voru fyrstu meðlimir sveitarinnar þeir Pétur Eyjólfsson bassaleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Árni Gunnarsson gítarleikari, Ívar Örn Bergsson hljómborðsleikari, Þröstur Jóhannsson gítarleikari og Einar Björn Árnason söngvari en…