Söngfélagið Freyja [1] (1892-93)

Veturinn 1892 til 93 starfaði söngfélag á Seyðisfirði undir nafninu Freyja, hugsanlega starfaði þetta félag eitthvað lengur. Árni Jóhannsson mun hafa verið söngstjóri Freyju en frekari upplýsingar er ekki að finna um þennan félagsskap, hvorki um stærð hans eða hvers konar kór um var að ræða.

Vígspá (1999-2003)

Hljómsveitin Vígspá var meðal þeirra fremstu í harðkjarnasenunni sem braust fram með látum í kringum síðustu aldamót, sveitin sendi frá sér fjórar skífur. Stofnun Vígspár átti sér nokkurn aðdraganda en Rúnar Ólafsson trommuleikari, Guðmundur Freyr Jónasson gítarleikari, Valdi [?] Olsen gítarleikari og Árni Jóhannsson bassaleikari ásamt söngvara höfðu starfað saman frá upphafi árs 1998 undir…

Tortíming [2] (1980-81)

Tortíming var nafn á nýbylgjusveit sem starfaði á Akureyri snemma á níunda áratug 20. aldar. Sveitin starfaði á annað ár (1980-81) og voru meðlimir hennar Albert Ragnarsson gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Árni Jóhannsson bassaleikari, Níels Ragnarsson hljómborðsleikari og Guðmundur Stefánsson trommuleikari.

Kjarabót [1] (1978-80)

Söngsveitin Kjarabót starfaði um tveggja ára skeið, stofnaður vorið 1978 og starfaði fram eftir sumri 1980. Lengi vel bar hópurinn ekkert nafn og var því iðulega kallaður Nafnlausi sönghópurinn en nafnið Kjarabót kom til sögunnar í febrúar 1979. Fjöldi söngvara (og hljóðfæraleikara) var eitthvað á reiki en yfirleitt voru tíu til tólf manns í hópnum.…